Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Vel heppnað Happy Hour!
28.3.2009 | 21:53
Um 20 komu á Hilton barinn á föstudag og var sú samkunda vel heppnuð. Ekki spillti fyrir að á barnum var 2 fyrir einn tilboð á víni og bjór og mátti því strax sjá hófdrykkjufólk með glas í báðum höndum. Flestir þurftu að fara heim um kvölmatarleitið til að sinna börnum og búi. Einhverjum tókst þó að drekka sig blindfulla og rugla eitthvað fram eftir kvöldi annarsstaðar í bænum.
Ákveðið var að þetta yrði endurtekið sem fyrst og verður tilkynning send út um það.
kv.
Sindri
(fór heim kl 19:00, stend mig bara betur næst !)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjar myndir frá Rakel Sigurgeirsd.
28.3.2009 | 21:47
Hér eru merkilegar heimildir en þarna eru amk. 2 myndir af Jónu Hrönn í partýi. Ég veit að hún gleðst yfir þessum myndum þar sem hún var farin að halda að hún hafi aldrei verið með í neinu svona...
Tak gleði þína Jóna, þú varst líka smá sukkari og skv. einni mynd þá lagðistu snemma í messuvínið...
Kv.
Sindri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Happy hour á HILTON BARNUM !
26.3.2009 | 13:13
Jæja, á morgun föstudag 27. mars kl: 17:00 er happy hour á barnum á Hilton. Við ætlum að hittast þar og spjalla saman, og fá okkur drykk. Tilgangurinn er að skapa stemmningu fyrir útskriftarafmælinu sem verið er að undirbúa.
Vonumst til að sjá sem flesta úr árgangnum.
Best er að mæta snemma þar sem barinn er víst vinsæll á föstudögum.
Sjáumst öll í góðum gír !
Kv.
Nefndin
P.S. Nokkrar góðar hugmyndir af drykkjum úr H-100
1. Brennivín í vatni og sítrónu ( fyrir þá sem eru að spara )
2. Liberty Coctail (5 faldur brennivín með sveskju) Uppskrift frá Dóra Stóra...
3. Rainbow Coctail ( þessi var bara til að svekkja Gunna barþjón á efstu hæðinni) mikill vandi var að hella 5 tegundum
af litfögrum líkjörum í glas án þess að þeir blönduðust. Kikkið var svo að hræra í með röri til að svekkja barþjóninn...
4. Campari, meira Campari. Það var mikið drukkið af Campari.
5. Vatn, fyrir þá sem eru hættir þessari vitleysu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjar myndir !
19.3.2009 | 22:22
Var að skanna inn myndir frá Ellu Ingólfs. M.a. blaðaúrklippur frá útskriftinni ofl.
Hvet ykkur til að setja inn athugasemdir við myndir. Það gerir þetta allt skemmtilegra.
Einnig megið þið gjarnan setja athugasemdir við það sem sett er inn á síðuna og SKRIFA í GESTABÓKINA !
Kv.
Sindri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilkynning frá undirbúningsnefnd !
16.3.2009 | 21:36
Við sem erum 25-ára stúdentar í ár höldum samkvæmt hefð hina árlegu 16.júní -hátíð Menntaskólans á Akureyri. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta, enda nánast skyldumæting, bæði í okkar árgangi og öðrum. Til að gera kvöldið ógleymanlegt munum við skipuleggja hátíð sem verður ekki síður glæsileg en fyrri hátíðir og er þegar myndaður lauslegur stýrihópur til að undirbúa málið. Þeir sem vilja taka þátt í undirbúningi eru hvattir til að mæta á kaffihúsafundum sem auglýstir eru á heimasíðu árgangsins (http://ma1984.blog.is ).
Þar sem fjárhagsleg ábyrgð hátíðarinnar fellur að vana á nemendur 25-ára árgangsins, munum við mynda varasjóð sem notaður verður ef tap verður á hátíðinni. Slíkur varasjóður hefur verið myndaður síðustu ár, en hefur ekki þurft að grípa til hans og viðkomandi árgangur því haft sjóðinn til ráðstöfunar í önnur mál eða greitt til baka þeim sem lögðu í hann.
Við biðjum hvert ykkar um að leggja í varasjóð kr.7.500- inn á reikning 0311-13-000672 / kt.0305643919 í Kaupþingi (þeir sem búa í útlöndum þurfa IBAN og SWIFT-númer; sendið okkur beiðni). Spurningum og greiðsluvandamálum skal beina til:
Dagur Georgsson, sími: 865 5006, t-póstur: dagur@lvp.is
Berglind Svavarsdóttir, sími: 899 2545, t-póstur: berglind@regula.is
Með fyrirfram þökkum og sjáum ykkur auðvitað öll í sumar.
Nefndin."
Bloggar | Breytt 17.3.2009 kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hittumst á morgun þriðjudag 17. mars
16.3.2009 | 21:31
Nefndin í Reykjavík hittist á morgun kl. 17:00 á Amokka í Borgartúni. Allir eru velkomnir til að fylgjast með leyndum athöfnum nefndarmanna. Hverjir panta sér strax vodkaskot og hverjir eru hættir að drekka, fer einhver í vatnslosandi "detox-te"
Spauglaust, um að gera að láta sjá sig og sjá aðra.
Ákvörðun um hljómsveit liggur fyrir og allir fengu tilkynningu nú í dag um varasjóðinn sem við erum að greiða í.
Endilega haldið áfram að senda myndir.
Kv.
Sindri
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)