Tilkynning frá undirbúningsnefnd !

"Kæru skólasystkin. 
Við sem erum 25-ára stúdentar í ár höldum samkvæmt hefð hina árlegu 16.júní -hátíð Menntaskólans á Akureyri. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta, enda nánast skyldumæting, bæði í okkar árgangi og öðrum. Til að gera kvöldið ógleymanlegt munum við skipuleggja hátíð sem verður ekki síður glæsileg en fyrri hátíðir og er þegar myndaður lauslegur stýrihópur til að undirbúa málið. Þeir sem vilja taka þátt í undirbúningi eru hvattir til að mæta á kaffihúsafundum sem auglýstir eru á heimasíðu árgangsins (http://ma1984.blog.is ). 

Þar sem fjárhagsleg ábyrgð hátíðarinnar fellur að vana á nemendur 25-ára árgangsins, munum við mynda varasjóð sem notaður verður ef tap verður á hátíðinni. Slíkur varasjóður hefur verið myndaður síðustu ár, en hefur ekki þurft að grípa til hans og viðkomandi árgangur því haft sjóðinn til ráðstöfunar í önnur mál eða greitt til baka þeim sem lögðu í hann. 

Við biðjum hvert ykkar um að leggja í varasjóð kr.7.500- inn á reikning 0311-13-000672 / kt.0305643919 í Kaupþingi (þeir sem búa í útlöndum þurfa IBAN og SWIFT-númer; sendið okkur beiðni). Spurningum og greiðsluvandamálum skal beina til: 

Dagur Georgsson, sími: 865 5006, t-póstur: dagur@lvp.is 
Berglind Svavarsdóttir, sími: 899 2545, t-póstur: berglind@regula.is

Með fyrirfram þökkum og sjáum ykkur auðvitað öll í sumar. 
Nefndin." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir 25 ára stúdentar!

Ég óska ykkur góðrar skemmtunar við undirbúning júbilantahátíðarinnar og tilkynni hér með að það er mikil stemmning meðal 15 ára stúdenta.

Kv. Unnur Valgeirsdóttir

Unnur V (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband