Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014
Útkall til júbileringar !
25.5.2014 | 21:48
Sæl öll
Ég vona að ég sé kominn með rétt netföng á flesta og þeir sem eru á Facebook, vinsamlega farið þar inn og meldið ykkur í ferðina og matinn þann 15 júní n.k. Ég er búinn að opna Facebook síðuna svo að þeir sem ekki eru á Facebook eiga að geta skoðað hana líka.
Planið er sem sagt þetta :
Bekkir sjái sjálfir um að skipuleggja bekkjarpartý þann 14. og láta sitt fólk vita af því.
Farið verður í dagsferð þann 15. júní og er brottför í síðasta lagi kl. 12:00 frá Icelandair hótelinu á Akureyri. Þeir sem vilja koma í brunch áður, á sama hóteli, látið mig vita annaðhvort með því að "tikka" í þar til gerða könnun á Facebook ( best) eða senda mér póst. Hótelið þarf að vita fjöldan c.a. svo
slátra megi svínum í tæka tíð og gera úr því Beikon.
Farið verður í Bjórverksmiðjuna Kalda, þaðan út í Hrísey, þar sem stoppað verður í 1-2 tíma. Siglt til Grenivíkur og fikrað sig inn fjörðinn með söng og gleðilátum. Reiknað er með smá stoppi á Greinvík og í Fagrabæ hjá Möggu Mel. en síðan er farið í Kjarnalund og etið drukkið og dansað eins og hver vill og getur.
Upplýsingar um Hölllina þann 16. júní liggja ekki fyrir, en ég reikna með að það skýrist á næstu dögum með miðasölu o.þ.h. Hver og einn sér um það fyrir sig en við verðum að sjálfsögðu saman í Höllinni þann 16. júní .
Ég er kominn með um 25 staðfesta í ferðina en við reiknum með 50-60 amk. VINSAMLEGAST meldið ykkur inni á Facebook eða sendið mér póst ef þið ætlið að fara og þá hvort þið farið í ferðina eða komið bara um kvöldið í matinn. Þeir sem eru búnir að senda mér póst um þetta þurfa ekki að gera það aftur, en hinir DRÍFA SIG :)
Við setjum skurðarpunkt á þetta um mánaðarmótin og þá verður fjöldinn að liggja fyrir. Þá sjáum við hve mikið sjóðurinn okkar dekkar af þessu og sendum ykkur reik. upplýsingar til að leggja inn mismuninn, en það verða líklega 5-7.000 kr. á mann. Innifalið í því er Rúta, Kaldi, Ferjan, Matur um kvöldið og leiga á sal ofl.
Dagskrá ferðarinnar er að mótast en þetta verður ekki leiðinleg ferð, það er löngu ákveðið !!!
Drífa sig nú þeir sem ekki eru búnir að skrá sig !
Með KALDA kveðju
Sindri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)