Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Það er komið að því !!!
10.1.2014 | 21:01
Partývaktin gjörir kunnugt !
Þeir sem héldu að þeir hefðu ekkert elst síðan síðast, hafa rétt fyrir sér. Það eru reyndar 30 ár síðan við útskrifuðumst en ekki 25, en það hefur bara ekkert með það að gera hvort við eldumst. Einhverjir stærðfræðihausar úr U bekknum gera líklega athugasemdir við þetta, en við úr Félagsfræðideild vitum að aldur er afstæður og hentar illa til stærðfræðilegrar umfjöllunar.
Það er sem sagt fyrirhugað 3 daga partý á Akureyri 14-17 júní n.k. Við erum að þessu sinni hópur á ábyrgðar, þurfum í mesta lagi að skaffa einn ræðumann. Ég legg því til að við höfum ábyrgðarleysi og almennt stjórnleysi í fyrirrúmi þessa daga og skemmtum okkur hrikalega, helst með alvarlegum afleiðingum fyrir Akureyrarbæ. Þeir sem vilja fara í Sundlaugina kl 04:00 skulu minnast þess að það er vel hægt og þó búið sé að loka H-100 þá fyrirfinnast en búllur í bænum sem taka vel á móti þyrstum Júbilöntum með einbeittan brotavilja.
Nefndin síðan síðast er hér með kölluð saman til fundar sem fyrst. Við stefnum á að hittast sem flest, helst í hverjum mánuði fram að útskriftar afmælinu og verður það kynnt betur á næstunni.
Dagur gjaldkeri liggur á digrum sjóðum frá fyrra skralli sem nýta má til ógæfu á Norðurlandi.
Upp með stemmninguna, það er að sjálfsögðu skyldumæting !!!
Kv,
Sindri Már Heimisson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)