Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Nýjar myndir frá Ómari

Birti flestar sem hann kom með sumar stóðust ekki ritskoðun. Athyglisvert hve þokukennd skynjun ljósmyndarans kemur vel fram á mörgum myndanna :)


Hilton á föstudag-lokaæfing !

Happy hour á Hilton á föstudag kl. 17:00 loka æfing fyrir MA hátíð. Það má nú aðeins taka á þessu núna, losa sig úr vinnunni kl. 16:00 skella sér í cocktail-gallann og hafa svolítið gaman af lífinu. Sleppa Bónus ferðinni og skella sér í gott partý með skólafélögunum úr MA.

Mæta tímanlega því borð eru af skornum skammti, en allt á barnum var á 50% afslætti síðast og verður svo einnig nú.

Síðast voru prófaðir drykkir eins og "Dry Martini - shaken not stirred" "Campari Orange " "Vodka Martini" og Jack Daniels í lokin.
Ekki slæmur félgsskapur þetta!!!

Einnig verður í boði vatnslosandi Kamillute og fjallagrasasnaps fyrir þá sem eru í náttúrufæðinu.

ALLIR AÐ MÆTA NÚNA !

Nefndin


Norðanmenn á Bláu könnunni !

Norðanmenn hittast á Bláu könnunni alla föstudaga kl. 17:17 fram að MA hátíð. Það vantar enn ræðumann 17. júní og einhver fleiri mál þarf að ræða. Hvet alla til að koma.

Kv.

Þura


Varasjóður, hvers vegna?

Nokkuð hefur borið á því að fólk hefur ekki viljað greiða í varasjóð þar sem það telur sig ekki vita hver tilgangurinn er með því.

Í stuttu máli er ástæðan sú, að undirbúningsnefnd þarf að leggja út fyrir ýmsum kostnaði vegna MA hátíðar áður en tekjur koma á móti. Sú hefð hefur skapast að 25 ára stúdentar eru framkvæmdaraðili hátíðarinnar og einnig fjárhagslega ábyrgir fyrir öllu saman. Því hefur verið greitt í varasjóð. Einnig er venjan að færa skólanum gjöf sem þarf að sjálfsögðu að greiða fyrir og hafa tilbúna.

Þeir sem ekki eru búnir að greiða verða því að taka afstöðu til þess hvort þeir ætla að vera með í þessu verkefni eða ekki. Þetta snýst ekki endilega um það hvort viðkomandi kemur á hátíðina sjálfa, þann 16. júní, heldur hvort hann tekur þátt í þessu með árgangnum og leggur sitt af mörkum.

Ef einhver er ósáttur við þetta fyrirkomulag þá er hér tækifærið að gera athugasemd og koma sinni skoðun á framfæri.

Kv.

Nefndin


Gjafanefnd - Hollvinasamtök

Sigrún Viktorsdóttir tók að sér að stýra þessum gjafamálum og hefur verið að fá fólk til liðs við sig.
Komið ykkar skoðunum á framfæri hér sem athugasemdum við þetta blogg eða með því að senda henni póst á sigvik16@gmail.com

Málið er sem sagt komið í farveg undir öruggri stjórn Sigrúnar.

Kv.

Nefndin


Gjöf til MA. Hollvinasamtök !

Svo virðist sem sú hugmynd að leggja til stofnfé í einhverskonar hollvinasjóð MA sé að fá öflugan meðbyr. Þar sem öll pósthólf eru að fyllast af umræðum um þetta ágæta mál vil ég minna á að þessa síðu má nota til að ræða um þetta mál og önnur.

Með því að skrifa athugasemd við t.d. þetta blogg verður auðvelt að fylgja þræðinum í umræðunni.

Endilega nýtið ykkur það.

Er ekki málið að stofna nefnd sem tekur af skarið og kemur með tillögu á mettíma sem lögð verður fram hér á síðunni í formi skoðanakannanar. Snýst ekki allt um lýðræði þessa dagana ?

Kv.

Sindri


Myndir frá Sigurði Þór 82 stk. takk!

Skannaði inn heila möppu frá Sigga sem hann færði mér. Takk fyrir að deila þessu með okkur, flottar myndir.

Kv.

Sindri


Hvar er Jóna ! og allir hinir!

Vel heppnað mót á Hilton í dag. Endaði með vel heppnuðum dinner á Vox hjá nokkrum skólafélögum. Siðasti séns er eftir 2 vikur 22 .maí kl: 17:00 á Hilton barnum. Það verður líka að huga að lifrar-aðlögun fyrir 3 daga svallveisluna framundan. Þeir sem ekki mæta teljast þá í góðri æfingu fyrir skemmtun norðan heiða.

Allir þeir sem komu skemmtu sér hiða besta. Nú er bara að fá þá sem komu fyrst og núna síðast, þá verður góð mæting og áfram gott stuð. Von er á fleiri myndum inn á vefinn. það má alveg senda þessar vafasömu myndir sem ýmsir töluðu um í dag.
Undirritaður heitir því að samþykkis verður leitað sé um verulega vafasamar myndir að ræða...

BRING IT ON !!!

Fregnir af undirbúningi Norðanmanna æsast, en óvissuferð er í þeirra höndum. Ýmsar "wild" hugmyndir hafa skotið upp kollinum en við treystum á Norðlensku deildina að plana þetta með stæl...

Kv.

Sindri


Hilton Partý númer 2 !

Happy Hour á Hilton verður endurtekið kl. 17:00 föstudaginn 8. maí n.k.

Síðast var 2 fyrir einn tilboð á bjór og léttvíni og gerðu margir góð kaup. Reikna má með að álíka tilboð verði í gangi og því tilvalið að vera hagsýnn og skemmta sér í leiðinni með hressum skólafélögum.

Rífa sig nú upp og mæta öll í föstudagsfjör á Hilton barnum !

 

 

Kv.

Nefndin


Varasjóður þarfnast innborgana!

Nú þurfa allir að leggja sitt af mörkum og leggja 7.500 kr. inn í varasjóðinn okkar. Eins og áður hefur komið fram þá þurfum við að hafa borð fyrir báru þar sem við erum fjárhagslega ábyrg fyrir framkvæmdinni. Einnig þurfum við að greiða ýmislegt fyrirfram s.s. staðfestingargjöld ofl.

 Hér er reikningurinn sem leggja á inná:

 

0311-13-000672 / kt.0305643919

Kv.

Sindri 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband