Varasjóður, hvers vegna?

Nokkuð hefur borið á því að fólk hefur ekki viljað greiða í varasjóð þar sem það telur sig ekki vita hver tilgangurinn er með því.

Í stuttu máli er ástæðan sú, að undirbúningsnefnd þarf að leggja út fyrir ýmsum kostnaði vegna MA hátíðar áður en tekjur koma á móti. Sú hefð hefur skapast að 25 ára stúdentar eru framkvæmdaraðili hátíðarinnar og einnig fjárhagslega ábyrgir fyrir öllu saman. Því hefur verið greitt í varasjóð. Einnig er venjan að færa skólanum gjöf sem þarf að sjálfsögðu að greiða fyrir og hafa tilbúna.

Þeir sem ekki eru búnir að greiða verða því að taka afstöðu til þess hvort þeir ætla að vera með í þessu verkefni eða ekki. Þetta snýst ekki endilega um það hvort viðkomandi kemur á hátíðina sjálfa, þann 16. júní, heldur hvort hann tekur þátt í þessu með árgangnum og leggur sitt af mörkum.

Ef einhver er ósáttur við þetta fyrirkomulag þá er hér tækifærið að gera athugasemd og koma sinni skoðun á framfæri.

Kv.

Nefndin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband