Gjöf til MA. Hollvinasamtök !
13.5.2009 | 21:18
Svo virðist sem sú hugmynd að leggja til stofnfé í einhverskonar hollvinasjóð MA sé að fá öflugan meðbyr. Þar sem öll pósthólf eru að fyllast af umræðum um þetta ágæta mál vil ég minna á að þessa síðu má nota til að ræða um þetta mál og önnur.
Með því að skrifa athugasemd við t.d. þetta blogg verður auðvelt að fylgja þræðinum í umræðunni.
Endilega nýtið ykkur það.
Er ekki málið að stofna nefnd sem tekur af skarið og kemur með tillögu á mettíma sem lögð verður fram hér á síðunni í formi skoðanakannanar. Snýst ekki allt um lýðræði þessa dagana ?
Kv.
Sindri
Athugasemdir
Sæl öll,
hlakka til að sjá mannskapinn í júní - gera smá úttekt á dansfimi og drykkjusiðum sem sjálfsagt hafa lítið látið á sjá heldur bara slípast til.
Varðandi umræðuna þá finnst mér þetta vera hið besta mál og sennilega það besta sem við gætum gert fyrir skólann. Styð sjóðshugmyndina eindregið - setja saman nefnd, þó ekki of stóra, og ganga í málið hið snarasta. Hvenær er annars næsti fundur hjá norðanfólki? ég hef einhvern vegin aldrei komist.
sjáumst,
Þórarinn
Þórarinn Stefánsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:24
Sæl öll
Styð framkomnar hugmyndir um sjóð og það sem fram hefur komið að gera þurfi í kringum það. Flott mál og sammála að skipa þurfi nefnd sem fyrst. Tíminn líður svo hratt núna. Hlakka til að sjá ykkur öll fyrir norðan. (Það þarf líka að geyma/ávaxta sjóðinn á "skynsamlegum" stað, sbr. bankahrunið ;) en den tid den sorg ...
Unnur K
Unnur Birna Karlsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.