Happy hour á HILTON BARNUM !
26.3.2009 | 13:13
Jæja, á morgun föstudag 27. mars kl: 17:00 er happy hour á barnum á Hilton. Við ætlum að hittast þar og spjalla saman, og fá okkur drykk. Tilgangurinn er að skapa stemmningu fyrir útskriftarafmælinu sem verið er að undirbúa.
Vonumst til að sjá sem flesta úr árgangnum.
Best er að mæta snemma þar sem barinn er víst vinsæll á föstudögum.
Sjáumst öll í góðum gír !
Kv.
Nefndin
P.S. Nokkrar góðar hugmyndir af drykkjum úr H-100
1. Brennivín í vatni og sítrónu ( fyrir þá sem eru að spara )
2. Liberty Coctail (5 faldur brennivín með sveskju) Uppskrift frá Dóra Stóra...
3. Rainbow Coctail ( þessi var bara til að svekkja Gunna barþjón á efstu hæðinni) mikill vandi var að hella 5 tegundum
af litfögrum líkjörum í glas án þess að þeir blönduðust. Kikkið var svo að hræra í með röri til að svekkja barþjóninn...
4. Campari, meira Campari. Það var mikið drukkið af Campari.
5. Vatn, fyrir þá sem eru hættir þessari vitleysu...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.