Útkall til júbileringar !

Sæl öll

 

Ég vona að ég sé kominn með rétt netföng á flesta og þeir sem eru á Facebook, vinsamlega farið þar inn og meldið ykkur í ferðina og matinn þann 15 júní n.k. Ég er búinn að opna Facebook síðuna svo að þeir sem ekki eru á Facebook eiga að geta skoðað hana líka.

 

Planið er sem sagt þetta :

Bekkir sjái sjálfir um að skipuleggja bekkjarpartý þann 14. og láta sitt fólk vita af því.

Farið verður í dagsferð þann 15. júní og er brottför í síðasta lagi kl. 12:00 frá Icelandair hótelinu á Akureyri. Þeir sem vilja koma í brunch áður, á sama hóteli, látið mig vita annaðhvort með því að "tikka" í þar til gerða könnun á Facebook ( best) eða senda mér póst. Hótelið þarf að vita fjöldan c.a. svo 

slátra megi svínum í tæka tíð og gera úr því Beikon.

Farið verður í Bjórverksmiðjuna Kalda, þaðan út í Hrísey, þar sem stoppað verður í 1-2 tíma. Siglt til Grenivíkur og fikrað sig inn fjörðinn með söng og gleðilátum. Reiknað er með smá stoppi á Greinvík og í Fagrabæ hjá Möggu Mel. en síðan er farið í Kjarnalund og etið drukkið og dansað eins og hver vill og getur.

Upplýsingar um Hölllina þann 16. júní liggja ekki fyrir, en ég reikna með að það skýrist á næstu dögum með miðasölu o.þ.h. Hver og einn sér um það fyrir sig en við verðum að sjálfsögðu saman í Höllinni þann 16. júní .

Ég er kominn með um 25 staðfesta í ferðina en við reiknum með 50-60 amk. VINSAMLEGAST meldið ykkur inni á Facebook eða sendið mér póst ef þið ætlið að fara og þá hvort þið farið í ferðina eða komið bara um kvöldið í matinn. Þeir sem eru búnir að senda mér póst um þetta þurfa ekki að gera það aftur, en hinir DRÍFA SIG :)

 

 

 

Við setjum skurðarpunkt á þetta um mánaðarmótin og þá verður fjöldinn að liggja fyrir. Þá sjáum við hve mikið sjóðurinn okkar dekkar af þessu og sendum ykkur reik. upplýsingar til að leggja inn mismuninn, en það verða líklega 5-7.000 kr. á mann. Innifalið í því er Rúta, Kaldi, Ferjan, Matur um kvöldið og leiga á sal ofl. 

 

 

Dagskrá ferðarinnar er að mótast en þetta verður ekki leiðinleg ferð, það er löngu ákveðið !!!

 

Drífa sig nú þeir sem ekki eru búnir að skrá sig !

Með KALDA kveðju

 

 

Sindri


Fyrsti Hilton hittingur !

Við hittumst í gær á Hilton barnum. Það mættu tæpl. 20 þar af voru konur í talsverðum meirihluta. Þetta var stórskemmtilegt eins og við var að búast. Sumir hurfu á braut um sjöleitið en við enduðum inni á Vox líklega um 15 talsins og borðuðum saman. Þeir hörðustu fóru svo í bæinn og kíktu á Slippbarinn og enduðu að sjálfsögðu á Bæjarins bestu nokkuð röngu megin við miðnættið með pulsu og kók. Hvet hér með strákana til að mæta næst svona til að leiðrétta kynjahlutfallið. Tek samt fram að það er fátt dásamlegra en að snæða góðan kvöldverð umkringdur fallegum og skemmtilegum konum  

Það komu nokkrar hugmyndir varðandi dagskrá á Akureyri í sumar. Þær verða kynntar hér mjög fljótlega. Við stefnum að því að hittast þarna síðasta föstudag í mars og apríl og hafa síðan eitt partý í maí sem verður í heimahúsi, tilkynnt síðar.

Kv.
Sindri ( furðulega lítið timbraður)    

Hittumst á HILTON !

Fyrsti í fögnuði verður á Hilton barnum föstudaginn 28.feb. kl.17 til..... ja bara eins og þarf. Hilton barinn er sem sagt á Hilton hótelinu á jarðhæðinni, erfitt að finna hann ekki þegar gengið er inn um aðalinnganginn.
Nefndin frá síðasta stúdentsafmæli er sérstaklega hvött til að koma. Við endurvekjum nefndina eða skipum nýja, en fyrst og fremst er bara gaman að hittast.

Það er happy hour frá 17-19 svo að hagsýnt drykkjufók mætir snemma til að ná sem flestum drykkjum.

 

 

Sjáumst hress ! 

 

 


Það er komið að því !!!

Partývaktin gjörir kunnugt ! 

Þeir sem héldu að þeir hefðu ekkert elst síðan síðast, hafa rétt fyrir sér. Það eru reyndar 30 ár síðan við útskrifuðumst en ekki 25, en það hefur bara ekkert með það að gera hvort við eldumst. Einhverjir stærðfræðihausar úr U bekknum gera líklega athugasemdir við þetta, en við úr Félagsfræðideild vitum að aldur er afstæður og hentar illa til stærðfræðilegrar umfjöllunar.

Það er sem sagt fyrirhugað 3 daga partý á Akureyri 14-17 júní n.k. Við erum að þessu sinni hópur á ábyrgðar, þurfum í mesta lagi að skaffa einn ræðumann. Ég legg því til að við höfum ábyrgðarleysi og almennt stjórnleysi í fyrirrúmi þessa daga og skemmtum okkur hrikalega, helst með alvarlegum afleiðingum fyrir Akureyrarbæ. Þeir sem vilja fara í Sundlaugina kl 04:00 skulu minnast þess að það er vel hægt og þó búið sé að loka H-100 þá fyrirfinnast en búllur í bænum sem taka vel á móti þyrstum Júbilöntum með einbeittan brotavilja.

Nefndin síðan síðast er hér með kölluð saman til fundar sem fyrst. Við stefnum á að hittast sem flest, helst í hverjum mánuði fram að útskriftar afmælinu og verður það kynnt betur á næstunni.

Dagur gjaldkeri liggur á digrum sjóðum frá fyrra skralli sem nýta má til ógæfu á Norðurlandi.

Upp með stemmninguna, það er að sjálfsögðu skyldumæting !!!

 

Kv,

 

Sindri Már Heimisson 


Stofnfé Sjóðs 25 hefur verið afhent!

Nú er búið að ganga frá hinni glæsilegu gjöf okkar 25 ára stúdenta til MA. 600.000 kr. voru lagðar inn á reikning Sjóðs 25 , hollvinasjóðs MA.

Framkvæmdahópur 25 ára afmælishátiðarinnar ákvað að geyma tæplega 300.000 kr. sem afgangs urðu til seinni nota, en væntanlega verður full þörf á því á 30 ára afmælinu okkar. Þessi háttur hefur verið hafðu á hjá fleirum og gefist vel. Peningarnir hafa verið lagðir inn á öruggan reikning (með fullri ríkisábyrgð).

Hér er texti millifærslunnar þar sem fram kemur reikningsnúmer og kennitala sjóðsins.

____________________________________________________________________________________________

Tilkynning um millifærslu

Millifærsla
Upphæð

600.000 kr.
Framkvæmd

11. nóvember 2009, kl. 14:12
Skýring greiðslu

Innborgun class of 84 í MA Sjóð 25

Greiðandi
Nafn

Dagur Georgsson
Kennitala

0305643919

Viðtakandi
Nafn

Sjóður 25-hollvinasjóður Mennta
Kennitala

6207090420
Reikningsnúmer

0701-15-650117

___________________________________________________________________

Með kveðju,

Undirbúningsnefnd


Takk fyrir frábæra skemmtun !

Sæl öll

Takk fyrir samveruna þessa daga.Þetta var alveg frábært og heppnaðist eins
vel og hugsast gat. Ég set myndir inn á heimasíðuna og bið ykkur að senda
mér myndir frá þessum dögum. Úr partíum, óvissuferð ofl. Þið sendið það sem
þið teljið hæfa almenningssjónum.

Ég sótti óskilamuni á SBA (rútufyrirtækið) ég spurði ekki sérstaklega um
myndavél en tók fatnað. Það sem ekki er vitað hver á er svartur Nike
stakkur, svartir sokkar, frisbie diskur og slatti af óvissuhúfum.

Síminn minn er 894-0600 og ég verð á Akureyri fram á sunnudag en eftir það
í Rvík.


Kv.


Nýjar myndir frá Ómari

Birti flestar sem hann kom með sumar stóðust ekki ritskoðun. Athyglisvert hve þokukennd skynjun ljósmyndarans kemur vel fram á mörgum myndanna :)


Hilton á föstudag-lokaæfing !

Happy hour á Hilton á föstudag kl. 17:00 loka æfing fyrir MA hátíð. Það má nú aðeins taka á þessu núna, losa sig úr vinnunni kl. 16:00 skella sér í cocktail-gallann og hafa svolítið gaman af lífinu. Sleppa Bónus ferðinni og skella sér í gott partý með skólafélögunum úr MA.

Mæta tímanlega því borð eru af skornum skammti, en allt á barnum var á 50% afslætti síðast og verður svo einnig nú.

Síðast voru prófaðir drykkir eins og "Dry Martini - shaken not stirred" "Campari Orange " "Vodka Martini" og Jack Daniels í lokin.
Ekki slæmur félgsskapur þetta!!!

Einnig verður í boði vatnslosandi Kamillute og fjallagrasasnaps fyrir þá sem eru í náttúrufæðinu.

ALLIR AÐ MÆTA NÚNA !

Nefndin


Norðanmenn á Bláu könnunni !

Norðanmenn hittast á Bláu könnunni alla föstudaga kl. 17:17 fram að MA hátíð. Það vantar enn ræðumann 17. júní og einhver fleiri mál þarf að ræða. Hvet alla til að koma.

Kv.

Þura


Varasjóður, hvers vegna?

Nokkuð hefur borið á því að fólk hefur ekki viljað greiða í varasjóð þar sem það telur sig ekki vita hver tilgangurinn er með því.

Í stuttu máli er ástæðan sú, að undirbúningsnefnd þarf að leggja út fyrir ýmsum kostnaði vegna MA hátíðar áður en tekjur koma á móti. Sú hefð hefur skapast að 25 ára stúdentar eru framkvæmdaraðili hátíðarinnar og einnig fjárhagslega ábyrgir fyrir öllu saman. Því hefur verið greitt í varasjóð. Einnig er venjan að færa skólanum gjöf sem þarf að sjálfsögðu að greiða fyrir og hafa tilbúna.

Þeir sem ekki eru búnir að greiða verða því að taka afstöðu til þess hvort þeir ætla að vera með í þessu verkefni eða ekki. Þetta snýst ekki endilega um það hvort viðkomandi kemur á hátíðina sjálfa, þann 16. júní, heldur hvort hann tekur þátt í þessu með árgangnum og leggur sitt af mörkum.

Ef einhver er ósáttur við þetta fyrirkomulag þá er hér tækifærið að gera athugasemd og koma sinni skoðun á framfæri.

Kv.

Nefndin


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband